Hvað finnst lesendum feykis.is um þennan furðuljóta bíl?

Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem býr á Sauðárkróki, að nýr bíll er í bænum. Um er að ræða breytta Toyotu Corollu og kallast NeuRat. Þetta er nýtt trend í dag sem tekið var upp til að minnast RatRod sem menn gerðu mikið af hér áður fyrr. Reynar er enn verið að smíða RatRod í dag en í þá er notað mikið eldri bíla en þá sem eru úr nútíma samfélaginu, eins og þessi er úr.

Það er mjög skemmtileg saga sem fylgir því hvernig hann endaði í höndunum á Brynjari Þór, núverandi eiganda bílsins, en á mánudeginum 5. júní sl. mættu tveir félagar á Samgönguminjasafnið í Skagafirði. Þá var eigandi bílsins að steggja vin sinn og ákvað að taka rúnt frá Reykjavík og á safnið til að skoða og fara á kaffihlaðborðið fræga. Eins og þið sjáið þá er erfitt að taka ekki eftir þessum bíl og gaf Brynjar sig á tal við drengina og spurði hvort hann væri falur og svaraði eigandinn játandi. Brynjar bauð í bílinn með því skilyrði að hann fengi hann í hendurnar strax og þeir myndu redda sér sjálfir suður. Það lagðist vel í strákana sem stóðu á planinu á hlírabol og stuttbuxum. Brynjar fékk þá til að koma með sér inná Sauðárkrók, greiddi fyrir bílinn og í góðmennsku sinni gaf hann þeim gamlar peysur úr skápnum, til að gera ferðina aðeins bærilegri heim. Strákarnir skelltu sér svo í sund til að hugsa málið hvernig þeir ættu eiginlega að koma sér heim.    

 

Umræddur bíll verður til sýnis á Samgönguminjasafninu í Stóragerði í sumar og því um að gera að kíkja við á safnið og skoða þennan forljóta bíl:) 

Sigga sigga sigga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir