Deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga auglýst að nýju

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga en hún var áður auglýst frá 2. maí til 14. júlí á síðasta ári. Vegna athugasemda sem komu fram var sú ákvörðun tekin að auglýsa tillöguna að nýju, breytta og endurbætta, að undangengnum íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. janúar 2018. 

Helstu breytingar frá fyrri tillögu eru þær að lóðir við Tanga voru felldar út, rökstuðningi fyrir vali á íbúðarlóð bætt inn, breytingar gerðar á lóðarmörkum og ný rútustæði ásamt endurbættri fornleifaskráningu. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan  Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar og er samtals um 11 ha að stærð. 

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og fornleifaskýrslu verður til sýnis í ráðhúsi Húnaþings vestra til og með 27. mars 2018 og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hunathing.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 27. mars 2018. Þeim skal skilað til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir