Dýrbítur á ferð í Svartárdal

Þessi kind frá Stafni í Svartárdal fannst illa útleikin eftir dýrbít. Mynd: huni.is.
Þessi kind frá Stafni í Svartárdal fannst illa útleikin eftir dýrbít. Mynd: huni.is.

Dýrbítur hefur verið á ferð í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu en kind fannst þar illa útleikin í gær og varð að lóga henni á staðnum. Frá þessu er sagt á vefnum huni.is og þaðan er meðfylgjandi mynd.

Bóndi úr dalnum fann kindina við bæinn Stafn en hún var í eigu Sigursteins Bjarnasonar í Stafni. Á myndinni má sjá hvað gengið hefur á og hvernig dýrbíturinn hefur herjað á kindina, hún varist og haft betur, en örlögin voru ráðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir