Feykir fær góða gjöf

Það hljóp heldur betur á snærið hjá Feyki í gær á Degi íslenskrar tungu þegar Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, færði Feyki öll bindi Byggðasögunnar. Nýkomið er út 8. bindið sem fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum.

Útgáfu nýjustu bókarinnar verður fagnað laugardaginn 18. nóvember á gistihúsinu Gimbur á Reykjahóli á Bökkum. Þar verður lesið upp úr bókinni og flutt ávörp. Bókin er 528 blaðsíður með rúmlega 780 ljósmyndum, kortum og teikningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir