Fimm umhverfisviðurkenningar veittar í gær

Við afhendingu umhverfisviðurkenninga Skagafjarðar. F.v. Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigurjónsson v/ Sveitarsetrið Hofsstöðum, Ásta Búadóttir og Trausti Jóel Helgason, Helga Bjarnadóttir v/ fræðslusetur þjóðkirkjunnar, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson og Steinunn Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson. Mynd: PF
Við afhendingu umhverfisviðurkenninga Skagafjarðar. F.v. Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigurjónsson v/ Sveitarsetrið Hofsstöðum, Ásta Búadóttir og Trausti Jóel Helgason, Helga Bjarnadóttir v/ fræðslusetur þjóðkirkjunnar, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson og Steinunn Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson. Mynd: PF

Í gær var ljóst hverjir hlutu umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hefur umsjón með. Fimm viðurkenningar voru veittar: Sveitabýli án búskapar, lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki, og lóð við opinbera stofnun.

Fyrirkomulag við valið er með svipuðu sniði þau ár sem klúbburinn hefur sinnt þessu verkefni þ.e. að 6 hópar skipta með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð inn að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga.  Þetta árið voru ekki veittar viðurkenningar fyrir einstakt framtak, snyrtilega götu né sveitabýli með búskap.  Er það í fyrsta skipti sem síðastnefnda viðurkenningin fellur niður og er það mjög miður sagði Kristjana Jónsdóttir við afhendinguna sem fram fór í Húsi frítímans á Sauðárkróki.

Viðurkenningarhafar eru:

Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson

Smáragrund 13 – Ásta Búadóttir og Trausti Jóel Helgason

Stóra-Seyla – Steinunn Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson

Sveitarsetrið Hofsstöðum

Langamýri – fræðslusetur þjóðkirkjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir