Fjölbreytt starfsemi Farskólans í föstudagsþættinum á N4

Bryndís Kristín Þráinsdóttir, forstöðumaður Farskólans, í viðtali í föstudagsþættinum á N4. Mynd: Skjáskot af n4.
Bryndís Kristín Þráinsdóttir, forstöðumaður Farskólans, í viðtali í föstudagsþættinum á N4. Mynd: Skjáskot af n4.

Í föstudagsþættinum á N4 síðastliðinn föstudag var rætt við Bryndísi Kristínu Þráinsdóttur forstöðumann Farskólans. Þar segir Bryndís frá því fjölbreytta námi sem í boði er á vegum Farskólans. Þar er mikið að gera um þessar mundir, fjöldi námskeiða í gangi og má m.a. nefna fiskvinnslunámskeið, íslenskunámskeið, nám í svæðisleiðsögn sem er að hefjast um þessar mundir og ýmis konar tómstundanámskeið.

Auk aðseturs Farskólans á Sauðárkróki heldur Farskólinn úti námsverum á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Margir hafa notið aðstöðunnar þar við háskólanám í heimabyggð. Viðtalið við Bryndísi má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir