Fjölnet útvíkkar starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu

Lögmenn Sundagörðum hafa samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfis fyrirtækisins. Fjölnet mun sjá um alhliða tölvuþjónustu fyrir fyrirtækið og fær starfsfólk einnig aðgang að þjónustuborði Fjölnets.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Fjölneti hafa Lögmenn Sundagörðum áratuga reynslu og þekkingu af lagalegum störfum og hafa það markmið að veita viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar. Þá vill Fjölnet bjóða Lögmenn Sundagörðum velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina.

Á myndinni sjást Sólveig Eiríksdóttir, skrifstofustjóri Lögmanna Sundagörðum og Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnets í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir