Flokkur fólksins býður fram í Norðvesturkjördæmi

Nýtt heiðarlegt stjórmálaafl, eins og Flokkur fólksins kynnir sig, mun bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkur fólksins gefur sig út fyrir að berjast af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir ójafnrétti, mismunun, lögleysu og fátækt.

Ólafur Snævar Ögmundsson vélstjóri í Hafnarfirði leiðir listann en Hjördís Heiða Ásmundsdóttir húsmóðir í Borgarbyggð skipar annað sætið.

Aðrir á lista Flokks fólksins eru: 

Bjarki Þór Aðalsteinsson kersmiður Akranesi

Þröstur Ólafsson vélstjóri Reykjavík

Þorbergur Þórðarson smiður Akranesi

Eva Lind Smáradóttir afgreiðslustúlka Hafnarfirði

Guðjón Sigmundsson safnstjóri Hvalfjarðarsveit

Karl Friðrik Bragason vinnuvélastjóri Reykjavík

Kristinn Jens Kristinsson verkamaður Akranesi

Auðunn Ólafsson sjálfstæður atvinnurekandi Hafnarfirði

Böðvar Jónsson vélfræðingur Mosfellsbæ

Ögmundur Grétar Matthíasson bifvélavirki Þorlákshöfn

Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi

Jóhann H. Óskarsson sjómaður Ólafsvík

Guðlaug Andrésdóttir forstöðumaður Borgarbyggð

Steingrímur Bragason kennari Akranesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir