Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra

Árleg meðalfjölgun/-fækkun íbúa sl. 15 (og 2) ár m.v. 1.1.2017. Mynd: Skýrsla Íslandsbanka.
Árleg meðalfjölgun/-fækkun íbúa sl. 15 (og 2) ár m.v. 1.1.2017. Mynd: Skýrsla Íslandsbanka.

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra síðustu tvö árin en sé litið til 15 síðustu ára kemur í ljós að fækkað hefur um 0,7% og er það eini landshlutinn fyrir utan Vestfirði þar sem fóki hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög 2017.

Greinilegt er að flestir kjósa að búa á suðvesturhorninu þar sem fólksfjölgun síðustu 15 ára er hlutfallslega mest, eða 1,3% á höfuðborgarsvæðinu og 2,5% á Suðurnesjum.

Skýrsluhöfundar telja helstu ástæðurnar fyrir fólksfækkun á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra vera einsleitt atvinnulíf og lélegar samgöngur.

Heildarfjöldi íbúa á Norðurlandi vestra er nú rúmlega 7.000 manns en heildarfjöldi landsmanna var rúmlega 338.000 þann 1.1.2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir