Frjósemi á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi

Vatnsnes í Húnaþingi vestra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/BÞ
Vatnsnes í Húnaþingi vestra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/BÞ

Í Bændablaði vikunnar er sagt frá afurða frjósamri ær á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Tólf vetra ærin Höttubotna hefur borið 11 sinnum, samtals 36 lömbum. 

Haft er eftir Þóru Kristínu Loftsdóttur á Ásbjarnarstöðum í Bændablaðinu að frjósemi sauðfjár sé kannski löngu hætt að teljast til tíðinda en hún segist ekki vita dæmi um aðra eins endingu hjá svo frjósamri kind eins og Höttubornu. 

„Hún var höfð geld sem gemlingur en hefur borið öll árin síðan, alls 11 sinnum. Einu sinni hefur hún verið tvílembd, 6 sinnum þrílembd og 4 sinnum fjórlembd. Samtals hefur hún því eignast 36 lömb á ævinni. Spurning hvort hún kemst upp í 40 að ári,“ segir í frétt Bændablaðsins.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir