Glæsilegt fley í Firðinum

Snekkjan dólaði á Firðinum í morgunsárið. Mynd: KSE
Snekkjan dólaði á Firðinum í morgunsárið. Mynd: KSE

Snekkja rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko var á ferð um Skagafjörð í gær. Snekkjan, sem ber hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á um 39 milljarða króna en Melnichenko var í fyrra talinn sá 137. á lista yfir ríkustu menn í heimi.

Snekkjan líkist frekar geimskipi en snekkju í útliti. Á á henni má m.a. finna sundlaug, bar, þyrlupall og til þessa að komast inn í svefnherbergi eigandans þarf að reiða sig á fingrafaraskanna sem einungis fimm manns geta notað.
Melnichenko hefur mikið dálæti á kristal og speglum og bera innanstokksmunir vott um það. Öll smáatriði eru hönnuð til að mæta þörfum Melnichenko og má þar m.a. nefna að kranarnir í sturtuklefa snekkjunnar kostuðu hver um sig rúmar fimm milljónir. Þá er um borð bátaskýli sem hýsir þrjá hraðbáta sem nota má til að komast í land.

Myndbandið hér fyrir neðan var tekið þegar Wall Street Journal leit inn í snekkjuna árið 2012.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir