Gleðilegan 17. júní

Frá 17. júní skemmtun á Sauðárkróki. Mynd/BÞ
Frá 17. júní skemmtun á Sauðárkróki. Mynd/BÞ

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní?
Svarið við þessari spurningu er hægt að finna á Vísindavefnum og er í stuttu máli að þegar ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar. Lengra og ítarlegt svar má nálgast HÉR

Feykir óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegan 17. júní og lætur eitt kunnasta 17. júní-lag fylgja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir