Gult ástand á Norðurlandi vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir daginn í dag fyrir svæðið frá Faxaflóa, Vesturland, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Veðrið hefur verið slæmt með vestan og norðvestan hvassviðri eða stormi og ofankomu með mjög lélegu skyggni. Draga á úr veðurhamnum seinnipartinn. Í fyrramálið gengur aftur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu, en lægir talsvert og dregur úr ofankomu annað kvöld. Frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él, einkum um landið norðvestanvert. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag:
Norðan 8-13 og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt sunnan jökla. Hægari og úrkomuminna um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:
Snýst í vaxandi suðaustanátt, þykknar upp með snjókomu sunnantil, en léttir til norðanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu eða slyddu. Hiti um og undir frostmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir