Hagnaður af rekstri Flugu

Fluga hf., sem á og rekur reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki, hélt aðalfund sinn í gær en þar kom m.a. fram að hagnaður varð af rekstri félagsins á seinasta rekstararári sem nemur um hálfri milljón króna.

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur félagsins 19.133 þús. kr. á árinu 2015, rekstrargjöld 16.514 þús. kr., fjármagnsgjöld um 2.1 millj. og var því hagnaður af rekstrinum alls kr. 514 þúsund krónur.

Hlutafé í árslok nam alls 47,9 milljónum króna en alls eru hlutafar 117 aðilar. Þeirra stærstir eru Sveitarfélagið Skagafjörður með 35,5% hlut og Hrosaræktarsamband Skagafjarðar 12,5% hlut en aðrir eru með undir 10% hlut.

Ný stjórn félagsins er skipuð þeim Viggó Jónssyni, Úlfari Sveinssyni, Guðrúnu Margréti Sigurðardóttur, Guðnýju Axelsdóttur og Símoni Gestsyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir