Haraldur Haraldsson er Skákmeistari Norðlendinga

Verðlaunahafar Skákþings Norðurlands. Haraldur Haraldsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Stefán Bergsson. Mynd: Ingibjörg Edda.
Verðlaunahafar Skákþings Norðurlands. Haraldur Haraldsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Stefán Bergsson. Mynd: Ingibjörg Edda.

Skákþingi Norðlendinga 2017 lauk í gær með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum.  Í öðru sæti og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri á stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji.  Í fjórða og fimmta sæti með 4 1/2 urðu Róbert Lagermann og Loftur Baldvinsson.  Á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks segir að þeir fimm hafi fengið peningaverðlaun.  

Fjóra vinninga hlutu Leó Örn Jóhannsson, Sigurður Eiríksson Akureyri og Jón Arnljótsson Skagafirði.  Með 3 1/2 voru Gauti Páll Jónsson og Akureyringarnir Tómas Veigar Sigurðsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.

Verðlaun í flokki skákmanna undir 1800 stigum fengu Páll Þórsson, Karl Egill Steingrímsson, Hjörleifur Halldórsson, Hermann Aðalsteinsson og Helgi Pétur Gunnarsson.  Þeir hlutu 3 vinninga, en Karl og Hjörleifur komu frá Akureyri og Hermann úr Þingeyjarsýslu.  

Jón varð Jón Kristinn Þorgeirsson Hraðskákmeistari Norðlendinga. Mynd: Ingibjörg Edda.

Einar Örn Hreinsson Sauðárkróki fékk 2 1/2 vinning eftir góðan endasprett. Jón Magnússon Akureyri og Guðmundur Gunnarsson Sauðárkróki fengu 2 vinninga og lestina rak Pétur Bjarnason Suðárkróki með 1 vinning.

Tuttugu tóku þátt, fjórir heimamenn, sjö komu frá Akureyri, einn úr Þingeyjarsýslu og átta gestir að sunnan. Þaðan kom einnig dómari mótsins, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, en hún á reyndar ættir að rekja í Skagafjörðinn.

Hraðskákþing Norðlendinga var haldið að hinu loknu, ellefu tóku þátt og tefldu sjö umferðir með þriggja mínútna umhugsunartíma + 2 sek. á leik.  Efstir urðu Róbert Lagermann og Jón Kristinn Þorgeirsson með 6 1/2 vinning.  Jón varð Hraðskákmeistari Norðlendinga.  

Nánar má sjá um mótið á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir