Hátíðarstemning á Hvammstanga á morgun

Frá tendrun jólaljósa í fyrra. Mynd: Norðanátt.is
Frá tendrun jólaljósa í fyrra. Mynd: Norðanátt.is

Það verður hátíðarstemning á morgun þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Athöfnin hefst klukkan 17 en þar mun Aðalsteinn G. Guðmundsson leika jólalög og börn úr 4. og 5. bekk sjá um söng. Frést hefur að jólasveinar ætli að mæta á staðinn með góðgæti fyrir þægu börnin.

 Sama dag verður Jólamarkaður Rauða krossins á Hvammstanga haldinn frá kl. 11:00-17:00 í aðstöðu dreifnámsins, á neðri hæð Félagsheimilisins. Allur ágóði af sölu markaðsins mun renna í Jólasjóð Húnaþings vestra. Jólasjóðurinn starfar í samstarfi við félagsþjónustuna og kirkjuna en sjóðurinn aðstoðar fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu eftir þörfum.

Einnig verður tekið við frjálsum framlögum í sjóðinn. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta lagt inn á reikning Jólasjóðsins: 0159-15-380189, kt. 601213-0440.

HÉR er hægt að sjá stemningu frá tendrun jólaljósa í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir