Heiðrún Eiríksdóttir varði meistaraverkefni sitt við Auðlindadeild HA

Á myndinni eru frá vinstri talin: Dr. Magnús Örn Stefánsson, Dr. Jakob K. Kristjánsson og Heiðrún Eiríksdóttir.
Á myndinni eru frá vinstri talin: Dr. Magnús Örn Stefánsson, Dr. Jakob K. Kristjánsson og Heiðrún Eiríksdóttir.

Heiðrún Eiríksdóttir fyrrum starfsmaður BioPol ehf á Skagaströnd, og nemandi við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, varði meistaraverkefni sitt þriðjudaginn 11. október. Heiðrún er fyrsti meistaraneminn sem útskrifast í kjölfar samstarfs BioPol ehf og Háskólans á Akureyri.

Verkefni Heiðrúnar ber heitið „Cultivation of PUFAs producing Sicyoidochytrium minutum strain using by-products from agriculture“. Markmið verkefnisins var að athuga hvort Sicyoidochytrium minutum gætu nýtt sér aukaafurðir sem falla til í landbúnaði sem fæðu.

Sicyoidochytrium minutum erörvera af ætt Thraustochytriaceae sem hafa eiginleika til þess að framleiða fjölómettaðar fitusýrur (PUFAs) t.d. docosahexaenoic (DHA) og eicosapentaenoic (EPA) omega-3 fitusýrur. Sýnt hefur verið fram á að fólki er nauðsynlegt að fá fjölómettaðar fitusýrur úr fæði í ljósi þess að líkami fólks myndar þessar fitusýrur ekki sjálfur.

Niðurstöður verkefnisins sýna að S. minutum gat nýtt sér aukaafurðir frá landbúnaði til vaxtar og var vöxturinn borinn saman við viðmiðunaræti. Fitusýrumyndun var 28,17% af þurrvigt og hlutfall DHA 25,24% og 5,7% EPA.

Meginhluti vinnu við verkefnið fór fram hjá BioPol ehf á Skagaströnd og var hluti af stóru rannsóknaverkefni undir stjórn Magnúsar Arnar Stefánssonar og styrkt af AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Hluti vinnunar fór fram  einnig við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Aðalleiðbeinandi verkefnisins var Dr. Magnús Örn Stefánsson og meðleiðbeinandi var prófessor Hjörleifur Einarsson. Andmælandi var Dr. Jakob K. Kristjánsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir