Heimili norðursins í Skagafirði

Í Morgunblaðinu í dag er heilsíðuauglýsing frá Sveitarfélaginu Skagafirði með yfirskriftina „Skagafjörður – heimili nýrra tækifæra“. Þar er sagt frá því að leitað sé að góðu fólki, sjálfstæðu og skipulögðu, kraftmiklu og þjónustulunduðu getur-allt-mögulegt fólki í fjölbreytileg störf í frábæru samfélagi.

Taldir eru upp ellefu vinnustaðir sem auglýst hafa eftir vinnukrafti í margvísleg störf og þar með talin þau ellefu störf hjá Greiðslustofu húsnæðisbóta sem auglýst eru í Sjónhorni vikunnar. Má því segja að ýmislegt sé að gerast á Króknum.

Á síðasta fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar var m.a. rætt um tillögu að kjörorði og merki til notkunar í kynningarefni sveitarfélagsins, "Heimili norðursins - Home of the north". Kjörorðinu er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er að finna í skagfirsku samfélagi, t.d. með fyrrnefndu kjörorði og "Skagafjörður - heimili íslenska hestsins, Skagafjörður - home of the Icelandic horse", o.s.frv. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir