Héraðsbókasafn Skagfirðinga komið með aðgang að Rafbókasafninu

Skjámynd af forsíðu Rafbókasafnsins.
Skjámynd af forsíðu Rafbókasafnsins.

Héraðsbókasafn Skagfirðinga hefur nú opnað fyrir aðgang að Rafbókasafninu en safnið er  samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þessi nýjung gerir notendum bókasafnsins kleift aðnálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins er á ensku en stefnt er að því að auka framboð á íslensku efni sem fyrst.

Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna og er safnkosturinn fjölbreyttur líkt og gerist á öðrum bókasöfnum. Þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda að því er segir á vef Héraðsbókasafnsins.

Til að nálgast efni af Rafbókasafninu þarf að vera skráður notandi á bókasafninu og fá notendanúmer og lykilorð til að nota á heimasíðu safnsins en aðgangurinn er innifalinn í árgjaldi til Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Hægt verður að nálgast rafbækurnar á vef safnsins, rafbokasafn.is, í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.   

Eins og áður segir þurfa notendur Rafbókasafnsins að hafa samband við bókasafnið og velja sér lykilorð til innskráningar. Starfsfólk bókasafnins veitir frekari upplýsingar um Rafbókasafnið. 

Á slóðinni https://landskerfi.is/leidbeiningar/rafbokasafnid/nokkrar-thumalputtareglur er að finna nokkar þumalputtareglur um Rafbókasafnið: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir