Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Anna Vilborg Einarsdóttir lektor við Hólaskóla. Mynd: Holar.is.
Anna Vilborg Einarsdóttir lektor við Hólaskóla. Mynd: Holar.is.

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.

Á heimasíu Hólaskóla segir að hvatinn að rannsókninni hafi verið fréttir af ágangi á náttúru Íslands, sjálfu fjöreggi ferðaþjónustunnar, sem er undir álagi vegna síaukins fjölda ferðamanna. Leiðsögumenn eigi í mestum samskiptum við erlent ferðafólk og eru hlutverk þeirra fjölþætt.

„Eitt er að mæta væntingum gestanna um ógleymanlega upplifun og annað að vera fyrirmynd í umgengni við samfélög og náttúru,“ segir á Hólar.is

Niðurstöður gefa vísbendingar um að starf leiðsögumanna sé hvort tveggja í senn, af tæknilegum og félagslegum toga. Þeir eru gestrisnir, mennta um land og þjóð og hvetja til varkárni þar sem hætta er á slysum.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir