Hnúfubakur í Fellsfjöru

Systkinin á Tjörnum; Ingiberg Daði, Ásgrímur Þór og Sigrún Anna við hlið hvalsins. Mynd: Ásgrímur Þór Kjartansson.
Systkinin á Tjörnum; Ingiberg Daði, Ásgrímur Þór og Sigrún Anna við hlið hvalsins. Mynd: Ásgrímur Þór Kjartansson.

Hræ af rúmlega 15 metra löngum hnúfubakstarfi hefur rekið upp í fjöruna í Felli í Sléttuhlíð, rétt utan við ósa Hrolleifsdalsár. Það var Kristján Jónsson á Róðhóli sem fann dýrið þegar hann var að svipast um eftir mink og tófu fyrir tveimur vikum síðan og var hann þá mjög heillegur.

Hval af þessari stærð hefur ekki rekið upp í þessa fjöru í tíu ár, að sögn Eggerts Jóhannssonar, bónda í Felli, þegar samskonar hval rak upp í fjöruna og enn má finna stærðar hryggjarliði og önnur bein úr því dýri í fjörunni.

Ásgrímur Þór Kjartansson á Tjörnum tók nokkrar myndir af hvalnum á dróna og sendi Feyki. 

Hnúfubakurinn er engin smásmíði. Mynd:ÁÞK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir