Hugað að jólum hjá bókasafninu á Blönduósi

Héraðsbókasafnið á Blönduósi býður upp á ýmsa skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna, s.s. föndur, bókakynningu og bókabíó. Dagskráin er svohljóðandi:

Miðvikudagur 29. nóvember kl. 17:00Bókakynning - jólabækur
Bókavörður kynnir úrval jólabóka og segir frá vinsælustu bókum safnsins. 

Miðvikudagur 6. desember kl. 16:00-18:00 - Jólaföndur
Allir velkomnir í jólakósý. Jólatónlist, piparkökur og jólaföndur – kertagerð.

Mánudagur 11. desember kl. 17:00 - Bókabíó
Upplestur úr bókinni Jól í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren - myndum varpað á vegg. 

Héraðsbókasafnið á Blönduósi er opið mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 14:00 – 18:00 og þriðjudaga kl. 10:00 – 16:00.  Hægt er að fylgjast með því sem um er að vera á safninu á Facebooksíðu safnsins, Héraðsbókasafn A-Hún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir