Hugmyndaríkir nemendur Varmahlíðarskóla

Óskar Aron Stefánsson og Indriði Ægir Þórarinsson hlutu fyrstu verðlaun fyrir Einfalda markatöng. Mynd: nkg.is.
Óskar Aron Stefánsson og Indriði Ægir Þórarinsson hlutu fyrstu verðlaun fyrir Einfalda markatöng. Mynd: nkg.is.

Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson í 7. bekk Varmahlíðarskóla, hlutu fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík, sl. laugardag. Þóra Emilía Ólafsdóttir og Lilja Diljá Ómarsdóttir í 6. bekk hlutu önnur verðlaun fyrir Barnabjargara.

Auk verðlauna hlutu þær Þóra Emilía og Lilja Diljá einnig viðurkenningu og bikar fyrir framúrskarandi sköpunargáfu og eljusemi í vinnusmiðju NKG“ með hugmynd sína Barnabjargari.Fyrstu verðlaun hlutu þeir þeir frændur fyrir uppfinninguna Einföld markatöng en auk þeirra hlutu, Indriði og Óskar, verðlaun fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar með aðra uppfinningu sína svokallaða lyklaklemmu.

Auk verðlauna hlutu þær Þóra Emilía og Lilja Diljá einnig viðurkenningu og bikar fyrir framúrskarandi sköpunargáfu og eljusemi í vinnusmiðju NKG“ með hugmynd sína Barnabjargari.

Þá fengu fjórir nemendur Árskóla á Sauðárkróki viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit keppninnar ásamt gjafabréfi. Það voru þær Una Karen Guðmundsdóttir fyrir ferðabursta en hún fékk einnig önnur verðlaun fyrir hann, Sindri Snær Ægisson fyrir handarvasaljós og þær Dísella Einarsdóttir  og Sara Rún Sævarsdóttir fyrir sögubangsa. Öll eru þau nemendur í 5. bekk.

Nánar á heimasíðu keppninnar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir