Húni 2016 komin út

Mynd: Ritnefnd Húna: Ingi Bjarnason, Guðrún E. Benónýsdóttir, Jónína Sigurðardóttir,Agnar J. Levý og Georg Jón Jónsson. Mynd: usvh.is.
Mynd: Ritnefnd Húna: Ingi Bjarnason, Guðrún E. Benónýsdóttir, Jónína Sigurðardóttir,Agnar J. Levý og Georg Jón Jónsson. Mynd: usvh.is.

38. árgangur Húna ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Staðarskáli er Ísland“ viðtal Georgs Jóns Jónssonar við Báru Guðmundsdóttur á Stað og grein Ólafs Gríms Björnssonar fræðimanns um Stefán Jónsson lækni frá Hrísakoti. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.

Húni er til sölu hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og eins er hægt að fá Húna í áskrift með því að senda tölvupóst á usvh@usvh.is eða hringja í Eygló framkvæmdastjóra USVH í síma 844-0939.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir