Ilmur af jólum í Lýdó á laugardaginn

Gömlu torfhúsin á Lýtingsstöðum. Aðsend mynd.
Gömlu torfhúsin á Lýtingsstöðum. Aðsend mynd.

Torfhúsin að Lýtingsstöðum verða opin nk. laugardag frá kl. 14-18 en þar var nýlega sett upp hljóðleiðsögn þar sem fólk er frætt um Lýtingsstaði, torfhúsin eða hesthúsið á Lýtingsstöðum, íslenska hestinn og hlutina sem tengist hestinum og landbúnaði og eru til sýnis í torfhúsunum. Að sögn Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum er um skemmtilega blöndu af fróðleik og tónlist að ræða og tekur um það bil hálftíma. Leiðsögnin er sett upp á íslensku, ensku, þýsku og frönsku en fólk fær heyrnatól og MP3 spilara til að hlusta.

Leiðsögnin var sett saman af Evelyn sjálfri en hún er menningarfræðingur og leiðsögumaður að mennt og setti mikinn metnað í þetta verkefni en það er styrkt af Uppbyggingasjóði NV. Torfhúsin voru byggð 2014 og í þeim er sett upp sýning. Í öðru húsi er gamaldags hesthús og skemma í hinu.

Ýmislegt fleira er hægt að gera í Lýdó um helgina því Rúnalist Gallerí Stórhól er líka opið milli 13-19 en þar er boðið upp á jólavörur, jólamat beint frá býli, jólapakka, jólalög og góða jólastemningu.

Þá verður Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps með jólamarkað í Árgarði, frá klukkan 14-18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir