Jarðskjálftar í Fljótum

 

Jörð skalf í Fljótum í nótt og í morgun en klukkan 02:26:23 sýndu mælar Veðurstofunnar kipp upp á 2,3. Um klukkan 05:25 reið stærsti skjálftinn yfir en stærð hans var 3,1 og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið, sá stærsti upp á 2,8, átta mínútum síðar.

Upptökin eru á 10-13 km dýpi og staðsett hjá Veðurstofunni 10,9- 12,7 km SV af Siglufirði en þar fannst skjálftinn sem og á Ólafsfirði en jarðskjálftar verða af og til á þessum slóðum, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir