Kærur vegna skotæfingasvæðis á Blönduósi

Skotsvæði Markviss. Mynd af vef Blönduósbæjar.
Skotsvæði Markviss. Mynd af vef Blönduósbæjar.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi en gefið var út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna þann 26. september sl.

Í fundargerð sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá því í síðustu viku segir að Úrskurðarnefndin óski eftir gögnum er málið varði þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda til bráðbirgða af hálfu Odds Hjaltasonar og Blomstra ehf.

Blomstra ehf. og Oddur Hjaltason höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á hendur Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, íslenska ríkinu, Skotfélaginu Markviss og til réttargæslu Blönduósbæ. Ástæðan er sú að Úrskurðarnefndin hafði þann 12. október sl. hafnað kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda við skotæfingasvæðið.

Í úrskurði ÚUA segir að kærendur byggi mál sitt m.a. á því að sveitarstjórn hafi verið óheimilt að samþykkja hið kærða deiliskipulag þar sem það taki til svæðis utan sveitarfélagsins. Óásættanlega hávaðamengun stafi af skotsvæðinu sem geti fælt búfénað í landi kærenda. Þá sé óásættanlegt af öryggisástæðum að skotsvæðið sé á opnu svæði nálægt byggð og umferð bæði gangandi og ríðandi. Skurður á skotæfingasvæðinu muni leiða til óafturkræfra breytinga á landinu.

Byggðaráð felur lögmanni sveitarfélagsins að taka til réttargæslu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir