Kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV, sem fram fór þann 10. júlí sl. lagði Unnur Valborg framkvæmdarstjóri fram lista yfir nýkjörna aðalmenn í sveitarstjórnum á starfsvæði SSNV. Samkvæmt honum er konur nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra er skipuð fjórum körlum og þremur konum. Fimm konur  eru varamenn í sveitarstjórn og tveir karlmenn.  

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps er skipuð fjórum konum og þremur körlum. Fjórir karlmenn eru varamenn í sveitarstjórn og þrjár konur.

Sveitstjórn Blönduósbæjar er skipuð fjórum körlum og þremur konum. Fimm karlmenn eru varamenn í sveitarstjórn og tvær konur.

Sveitarstjórn Skagastrandar er skipuð þremur körlum og tveimur konum. Fjórar konur eru varamenn í sveitarstjórn og einn karlmaður.

Hreppsnefnd Skagabyggðar er skipuð þremur körlum og tveimur konum. Fjórar konur eru varamenn í hreppsnefnd og einn karlmaður.

Sveitarstjórn Skagafjarðar er skipuð fimm konum og fjórum körlum. Fimm karlmenn er varamenn í sveitarstjórn og fjórar konur.

Hreppsnefnd Akrahrepps er skipuð þremur körlum og tveimur konum. Fjórar konur eru varamenn i hreppsnefnd og einn karlmaður.

Nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% á nýliðnu kjörtímabili. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða meira.

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir