Knattspyrnuskóli Coerver Coaching í Austur- Húnavatnssýslu

Áhugasamir iðkendur. Mynd: LAM
Áhugasamir iðkendur. Mynd: LAM

Í síðustu viku var Knattspyrnuskóli Coerver Coaching með námskeið á Blönduósi og á Skagaströnd. Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd og Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi tóku höndum saman og buðu upp á fjögurra daga námskeið. Fótboltaskólinn fór fram bæði á Skagaströnd og á Blönduósi.

Coerver Coaching er æfinga- og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum, en sérstaklega aldrinum 8-16 ára á öllum getustigum. Aðalmarkmið Coerver Coaching er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum, gera leikinn skemmtilegan í æfingum og leik, kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu.

 

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir