Kosið um mann ársins 2017 í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins 2017 í Austur-Húnavatnssýslu líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil og getur hver og einn sent inn eina tilnefningu ásamt ástæðu tilnefningarinnar. Bæði er hægt að tilnefna einstaklinga og hópa.

Þetta er í 13. skipti sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Lesendur Húnahornsins völdu Skarphéðin Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016 en Skarphéðinn hefur skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga árum saman.

Valið stendur til miðnættis 28. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt á þorrablóti á Blönduósi, laugardaginn 3. febrúar.

Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu en það má gera með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir