Kristján Bjarni sækir um skólameistara- og rektorsstöðu syðra

Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri. Mynd: fnv.is
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri. Mynd: fnv.is

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur upplýst hverjir sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kristján Bjarni Halldórsson, áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er á meðal þeirra.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla rann út þriðjudaginn 8. ágúst sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust umsóknir frá fjórum umsækjendum um stöðuna, tveimur konum og tveimur körlum.

Umsækjendur eru:

Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri,

Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,

Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari og

Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari.

 

Umsóknarfrestur um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík rann út þriðjudaginn 8. ágúst sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust umsóknir frá níu umsækjendum um stöðuna, fjórum konum og fimm körlum.

Umsækjendur eru:

Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari,

Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari,

Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari,

Kolbrún Erla Sigurðardóttir framhaldsskólakennari,

Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,

Margrét  Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari,

Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari,

Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og

Sigurjón Benediktsson tannlæknir.

 

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðurnar frá og með 1. október nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir