KS eykur hlut sinn í Árvakri

Íslenskar sjávarafurðir, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis ehf. í einkahlutafélaginu Þórsmörk en það félag er eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins o.fl. Með kaupunum er hlutur Íslenskra sjávarafurða  kominn í 15,84 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á Vísi.is í dag.

Á Vísi.is segir að Íslenskar sjávarafurðir hafi bætt nokkuð við hlut sinn í Árvakri í sumar, úr 9 prósentum í tæp 16 prósent en félagið lagði Árvakri til aukið fjármagn fyrr í sumar þegar hlutafé útgefandans var aukið um 200 milljónir króna.

Félagið Ramses II, í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur með 22,87 prósenta hlut. Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, kemur þar á eftir með 16,5 prósenta hlut og þá á Ísfélag Vestmannaeyja 13,4 prósenta hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir