Lambatungur þjóðlenda

Svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælir ákvörðun Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar um að leigja út Lambatungur sem sé sannanlega þjóðlenda samkvæmt úrskurði þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá svæðisráðinu og Húni.is greindi frá. Þar segir að það sé mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki fuglaveiðar.

Í ágúst birti Húni.is tilkynningu frá stjórn sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar þar sem vakin var athygli á að skotveiði fugla á Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Lambatungum hefði verið leigð til Salmon Fishing Iceland ehf.

Í tilkynningu Svæðisráðs skotveiðimanna segir að mótmæli hafi verið send með formlegum hætti til stjórnar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar og gert sé ráð fyrir að hún endurskoði afstöðu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir