Leyndarmálið um norsku jólakökuna

María Björk ræðir við Trond Olsen bakara. Mynd: Skjáskot af N4.
María Björk ræðir við Trond Olsen bakara. Mynd: Skjáskot af N4.

Í Sauðárkróksbakaríi er norsk jólakaka meðal kræsinga sem mörgum finnst ómissandi fyrir jólin. Kakan sú er líka ekta, en það er norski bakarinn Trond Olsen sem bakar hana eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Hann bakar hvorki meira né minna en 500-600 slíkar kökur fyrir hver jól og seljast þær flestar í héraðinu.

Í skemmtilegu innslagi í þættinum Að norðan á N4 talar María Björk Ingvadóttir við Róbert Óttarsson og Trond Olsen í Sauðárkróksbakaríi og gerir tilraun til að fá Trond til að uppljóstra þessari leyniuppskrift. Þáttinn má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir