Lið Grunnskóla Húnaþings sigruðu í Vesturlandsriðli Skólahreysti

Liðsmenn Grunnskóla Húnaþings vestra sigruðu Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti. Mynd af FB skólans.
Liðsmenn Grunnskóla Húnaþings vestra sigruðu Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti. Mynd af FB skólans.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra, tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitum í Skólahreysti sem fram fer 2. maí. Skólinn er skráður í Vesturlandsriðilinn og stóð hann uppi sem sigurvegari í keppninni í gær sem fram fór í TM höllinni í Garðabæ. Fjórir aðrir skólar hafa komist áfram en það eru Holtaskóli, Súðavíkurskóli, Laugalækjarskóli og Varmárskóli. Miðvikudaginn 4. apríl munu svo skólar af Norðurlandi etja kappi í Íþróttahöllinni á Akureyri og er búist við um 16 skólum.

Húnvetningarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í armbeygjum og hreystigreip, urðu í öðru sæti í hraðþraut og dýfum og í upphífingum enduðu þeir í þriðja sæti. Það dugði til þess að krækja í fyrsta sætið með 55 stig en Grunnskóli Borgarfjarðar kom næstur með 44,5 stig og Grunnskólinn í Stykkishólmi með 43 stig. Alls kepptu tíu Skólar í þessari keppni.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa Emil Óli Pétursson, Stefán Páll Böðvarsson, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir og Ingunn Elsa Apel Ingadóttir. Varamenn liðsins eru Ásgeir Ómar Ólafsson og Freyja Lupina Friðriksdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir