Líf í lundi - Gaman á Gunnfríðarstöðum

Skógræktarfélag A- Húnvetninga. Mynd. FB - Líf í lundi
Skógræktarfélag A- Húnvetninga. Mynd. FB - Líf í lundi

Laugardaginn, 23. júní klukkan 14:00,  verður spennandi dagskrá hjá Skógræktarfélagi Austur - Húnvetninga í útivistarskóginum á Gunnfríðarstöðum.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga á jörðina Gunnfríðarstaði og hefur verið með skógrækt frá árinu 1962 á jörðinni. Nú er vaxin úr grasi fjölbreyttur skógur með góðri aðstöðu til útivistar.

Dagskráin á Gunnfríðarstöðum hefst kl 14:00 við skógarkofann og er til kl. 16:00.

-Boðið verður upp á ketilkaffi, grillað og steikt ofan í gesti.

-Fræðsla um skóginn – gjöfin og skógræktin

-Skógarganga með leiðsögn

-Skógarhögg með exi fyrir gesti

-Gestum kennt að kljúfa við

Allir hjartanlega velkomnir í samverustund í myndarlegum útivistarskógi á Gunnfríðarstöðum!

 

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir