Lilja Rafney varði forystusæti sitt hjá VG

Lilja Rafney mun leiða lista Vinstri grænna í NV-kjördæmi í komandi kosningum.
Lilja Rafney mun leiða lista Vinstri grænna í NV-kjördæmi í komandi kosningum.

Á ellefta tímanum í gærkvöld lauk talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal en alls voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%. Niðurstaðan varð sú að Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður frá Suðureyri varði forystusæti sitt á listanum, en þrír karlar  sóttust einnig eftir því.

 

Niðurstöður forvalsins urðu eftirfarandi: 

  1.  Lilja Rafney Magnúsdóttir

  2.  Bjarni Jónsson

  3.  Dagný Rósa Úlfarsdóttir

  4.  Lárus Ástmar Hannesson

 

  5.  Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

  6.  Rúnar Gíslason.

 

Kjörstjórn mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag kl. 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir