Lóuþrælar með tvenna jólatónleika

Jólatónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða haldnir í næstu viku, þeir fyrri í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir klukkan 20:30 og þeir síðari í Félagsheimilinu Hvammstanga kvöldið eftir eða miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30.

Stjórnandi kórsins er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikarar þær Elinborg Sigurgeirsdóttir og Ellinore Andersson en um einsöng sjá þeir Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson. Kynnir er Daníel Geir Sigurðsson og hugvekju flytur Eydís Indriðadóttir stuðningsfulltrúi.

Á tónleikunum á Hvammstanga munu einnig syngja nemendur 4. og 5. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra við undirleik Aðalsteins Grétars Guðmundssonar. Þá verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur að loknum tónleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir