Málstofa - bókarkynning í Verinu

Verið á Sauðárkróki. Mynd: Veridehf.is
Verið á Sauðárkróki. Mynd: Veridehf.is

Miðvikudaginn 21. júní kl. 16.00  verður málstofa- bókarkynning í Verinu á Sauðárkróki þar sem kynnt verður bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró sem  nú hefur verið gefin út á íslensku í þýðingu Hjartar Gíslasonar blaðamanns. Bókin var gefin út í Færeyjum í fyrra og vakti mikla athygli enda hefur ekki fyrr verið skrifað á þennan hátt um fiskveiðistjórnun um víða veröld og borin saman mismunandi stjórnkerfi fiskveiða.

Í bókinni er til dæmis tekið á mörgum kunnuglegum efnisatriðum í íslenskri þjóðmálaumræðu:

  • Hver á fiskinn í sjónum?
  • Er aflamarkskerfi endilega besta lausnin? Hverju ætti helst að breyta og hvernig?
  • Á að úthluta aflaheimildum eftir aflareynslu eða bjóða þær upp á opnum markaði?
  • Á að leyfa útlendingum að eiga fiskiskip eða aflaheimildir?

Í tilkynningu frá Verinu segir að bókin eigi erindi við alla sem láti sig sjávarútveg og sjávarútvegsumræðu varða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir