Mamma Mia á Skagaströnd

Svipmynd úr sýningunni á Skagaströnd. Mynd: Höfðaskóli.
Svipmynd úr sýningunni á Skagaströnd. Mynd: Höfðaskóli.

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýna í kvöld söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem er ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikillar vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.

Nemendur í leiklistardeild Höfðaskóla hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að uppsetningu þessa vinsæla söngleiks undir stjórn kennara síns, Ástrósar Elísdóttur, og æft leik, söng og dans.

Þrjár sýningar eru áformaðar og verður frumsýning kl. 19 í kvöld. Einnig verða sýningar á sunnudagskvöld og miðvikudagskvöld í næstu viku og hefjast þær einnig kl. 19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir