Margir heimsóttu Iðju í gær

Gestir frá Tónlistarskólanum; Rögnvaldur Valbergsson og Arnar Freyr Guðmundsson. Mynd:FE
Gestir frá Tónlistarskólanum; Rögnvaldur Valbergsson og Arnar Freyr Guðmundsson. Mynd:FE

Það var glatt á hjalla í Iðju á Sauðárkróki í gær en þar var opið hús í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra. Þegar blaðamaður leit við bárust ljúfir harmóníkutónar á móti honum en þar voru þá í heimsókn nemendur og kennarar frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þeir tóku lagið fyrir viðstadda sem sumir hverjir tóku sporið við undirleik þeirra. Að sögn Jóníu Gunnarsdóttur, forstöðumanns Iðju, höfðu margir litið við eða um 50 manns það sem af var degi. Hefð er fyrir því hjá Iðju að hafa opið hús í tengslum við alþjóðadag fatlaðra  þar sem gestum er boðið að koma í heimsókn og sjá hvað þar er verið að fást við og jafnframt er hægt að versla muni sem þjónustuþegar Iðju hafa búið til.

Blaðamaður smellti af nokkrum myndum við þetta tækifæri.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir