Margir styrkir húsfriðunarsjóðs til Norðurlands vestra

Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, Aðalgötu 1. Mynd: PF.
Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, Aðalgötu 1. Mynd: PF.

Búið er að birta á heimasíðu Minjastofnunar þau verkefni sem fengu styrk úr húsfriðunarsjóði í ár en mörg þeirra eru af Norðurlandi vestra. Fjöldi umsókna var 252, en veittir voru alls 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem fengu styrk af Norðurlandi vestra. 

FRIÐLÝSTAR KIRKJUR
Fellskirkja í Sléttuhlíð og Sauðárkrókskirkja.

FRIÐUÐ HÚS OG MANNVIRKI
Sauðárkrókur: Aðalgata 1,  Ártún við Suðurgötu 14, Gúttó / góðtemplarahús og Læknishúsið.
Skagafjörður: Að Hraunum, Hraunahúsið Fljótum, Timburframhús Víðinesi og Tyrfingsstaðir.
Blönduós: Pétursborg (vestari endi)  Brimslóð 6 og Sýslumannshús/Hótel Blanda.
Austur Húnavatnssýsla: Skólahús við Sveinsstaði.
Hvammstangi: Möllershús – Sjávarborg.

ÖNNUR HÚS OG MANNVIRKI
Litla Fell á Skagaströnd og Pósthúsið/Símstöðin á Blönduósi.

HÚSAKANNANIR
Blönduós: Byggða- og húsakönnun í dreifbýli.
Byggða- og húsakönnun. Gamli bærinn á Sauðárkróki-suðurhluti.
Húsa- og byggðakönnun í Húnavatnshreppi.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir