Margir urðu Íslandsmeistarar í dag

Sigurvegarar í A-úrslitum T3 ungmenna voru heimsmeistaramótsfararnir þeir Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk. Mynd: Sigurlína Erla
Sigurvegarar í A-úrslitum T3 ungmenna voru heimsmeistaramótsfararnir þeir Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk. Mynd: Sigurlína Erla

Þá er stórglæsilegu Íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Hólum í Hjaltasal, lokið. Riðið var til úrslita í dag og margir Íslandsmeistarar krýndir. Keppnishaldarar ánægðir með frammistöðu unga fólksins sem eiga sér bjarta framtíði í hestaíþróttum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.

Gústaf Ásgeir varð Íslandsmeistari í fimmgangi ungmenna og sigurvegari fimmgangsgreina ásamt því að verða samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina ungmenna.

Niðurstöður A úrslit F1 ungmenni

1.Gústaf Ásgeir Hinriksson og Konsert frá Korpu 6,95

2.Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi 6,79

3.Egill Már Vignisson og Þórir frá Björgum 6,69

4.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrafnfaxi frá Húsavík 6,64

5.Viktor Aron Adolfsson og Glanni frá Hvammi III 6,38

6.Ásdís Brynja Jónsdóttir og Sleipnir frá Runnum 6,26

 

Ylfa Guðrún og Bjarkey frá Blesastöðum 1A tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmgangi F2 unglinga með einkunnina 6,88. Flottar sýningar hjá flottum unglingum.

Niðurstöður úr A úrslit F2 unglinga

1.Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum 1A 6,88

2.Glódís Rún Sigurðardóttir og Bragi frá Efri-Þverá 6,67

3.Kristófer Darri Sigurðsson og Vorboði frá Kópavogi 6,60

4.Annabella Sigurðardóttir og Styrkur frá Skagaströnd 6,52

5.Egill Már Þórsson og Glóð frá Hólakoti 5,98

6.Hákon Dan Ólafsson og Ögri frá Fróni 4,12

 

Glódís Rún stigahæsti knapi unglinga

Glódís Rún átti glæsilegt mót og endaði sem stigahæsti knapi í unglingaflokki. Sigraði hún bæði gæðingaskeið og 100m skeið, 2. sæti í fimmgang F2, 4.sæti tölti T3, 3.sæti í fjórgangi V2 og 5.sæti í slaktaumatölti T4.

 

Védís Huld og Baldvin frá Stangarholti tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í tölti T3 með einkunnina 7,28. Samhliða því hlaut Védís Huld verðlaun fyrir stigahæsta knapa í barnaflokki sem gefin eru af Íbishóli ehf og ábreiða frá Ástund.

Fengum að sjá glæsihross í þessum flottu úrslitum og börnin stóðu sig rosalega vel.

 

Niðurstöður A úrslit T3 barna

1. Védís Huld Sigurðardóttir og Baldvin frá Stangarholti 7,28

2.Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi 7.22

3.Sólveig Rut Guðmundsdóttir og Ýmir frá Ármúla 6,83

4.Signý Sól Snorradóttir og Rektor frá Melabergi 6.78

5.Sigurður Baldur Ríkharðsson og Auðdís frá Traðarlandi 6,61

6.Kristján Árni Birgisson og Lára frá Þjóðólfshaga 1 6,39

 

Anna Bryndís samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum ungmenna

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina ungmenna hlaut Anna Bryndís Zingsheim. Hún og hestur hennar Dagur frá Hjarðartúni voru bæði í A-úrslitum í tölti og fjórgangi. Sigruðu fjórgang og enduðu í öðru sæti í tölti eftir að hafa komið inn í 1.-2.sæti í fjórgang og í 3.sæti í tölti.

 

Sigurvegarar í A-úrslitum T3 ungmenna voru heimsmeistaramótsfararnir okkar þeir Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,33.

Niðurstöður úr A úrslit T3 ungmenni

1.Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,33

2.Anna-Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni 7,11

3.Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sprengihöll frá Lækjarbakka 7.06

4.Valdís Björk Guðmundsdóttir og Védís frá Jaðri 6,72

5.Atli Freyr Maríönnuson og Óðinn frá Ingólfshvoli 6,67

6.Róbert Bergmann og Brynja frá Bakkakoti 6,56

 

Hákon Dan og Gormur frá Garðakoti lönduðu íslandsmeistaratitli í tölti T3 unglinga með einkunnina 7,33. Heldur dagurinn áfram með glæsilegum sýningum.

Niðurstöður A úrslit T3 unglingar

1.Hákon Dan Ólafsson og Gormur frá Garðarkoti 7,33

2.Kristófer Darri Sigurðsson og Lilja frá Ytra-Skörðugili 7,00

3.Thelma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi 6,94

4.Glódís Rún Sigurðardóttir og Dáð frá Jaðri 6,89

5.Ingunn Ingólfsdóttir og Birkir frá Fjalli 6,61

6.Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi 6,33

 

 

Gústaf Ásgeir og Skorri frá Skriðulandi tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í slaktaumatölti ungmenna með einkunnina 7,29. Glæsilegar sýningar hjá þessum flottu ungmennum.

Niðurstöður A úrslit T4 unglingar

1.Gústaf Ásgeir Hinriksson og Skorri frá Skriðulandi 7.29

2.Finnur Jóhannesson og Freyþór frá Mosfellsbæ 7,00

3.Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 6,58

4.-5.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrafnfaxi frá Húsavík 6,46

4.-5.Valdís Björk Guðmundsdóttir og Snúður frá Svignaskarði 6,46

6.Bergþór Atli Halldórsson og Gefjun frá Bjargshóli 5,96

 

Ylfa Guðrún og Sandra frá Dufþaksholti tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í slaktaumatölti unglinga með einkunnina 6,71.

Niðurstöður A-úrslit T4 unglinga

1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Sandra frá Dufþaksholti 6,71

2.Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnanesi 6,63

3.Kristófer Darri Sigurðsson og Gnýr frá Árgerði 6,54

4.Júlía Kristín Pálsdóttir og Miðill frá Flugumýri II 6,46

5.Glódís Rún Sigurðardóttir og Bruni frá Varmá 6,38

6.Védís Huld Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík 6,21

7.Þorleifur Einar Leifsson og Faxi frá Hólkoti 6,17

 

Anna Bryndís og Dagur frá Hjarðartúni tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórgangi ungmennaflokki með einkunnina 7,10. Glæsilegar sýningar sem áhorfendur fengu að sjá.

Niðurstöður úr V1 ungmenni

1. Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni 7.10

2.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk 6,93

3.-4.Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum 6,60

3.-4.Finnur Jóhannesson og Óðinn frá Áskoti 6,60

5.Gústaf Ásgeir Hinriksson og Bragi frá Litlu -Tungu 2 6,43

6.Elísa Benedikta Andrésdóttir og Lukka frá Bjarnarnesi 6,40

 

Júlía Kristín og Kjarval frá Blönduósi urðu Íslandsmeistarar í fjórgangi unglinga með einkunnina 6,77 eftir jöfn og spennandi úrslit.

Niðurstöður í fjórgangi unglinga:

1. Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi 6,77

2.Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Prins frá Skúfslæk 6,67

3.Glódís Rún Sigurðardóttir og Úlfur frá Hólshúsum 6,63

4.Annabella R. Sigurðardóttir og Glettingur frá Holtsmúla 1 6,60

5.Guðmar Freyr Magnússon og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,57

6.Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi 6,53

7.Kristófer Darri Sigurðsson og Lilja frá Ytra -Skörðugili 4,93. Því miður misstu þau skeifu undan og þurftu að hætta keppni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir