María Finnboga valin í landsliðið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. María Finnbogadóttir úr Tindastól var valin í B-landsliðið en þar þurfa iðkendur að vera undir 80 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er sex af hvoru kyni í liðinu. Í A landsliðinu þarf iðkandi að vera undir 40 FIS punktum á heimslista í einni grein. Fjölda takmörkun er þrír af hvoru kyni í liðinu.

Á heimasíðu Skíðasambands Íslands segir að heimsmeistaramótið í Åre í Svíþjóð verði hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir skipa landslið Íslands í alpagreinum:

María Finnboga var valin í B landsliðið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Mynd af FB.

A-landslið
Konur
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir 

Karlar
Sturla Snær Snorrason 

B-landslið
Konur
Andrea Björk Birkisdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
María Finnbogadóttir

Karlar
Bjarki Guðmundsson
Gísli Rafn Guðmundsson
Sigurður Hauksson

Tengdar fréttir
María Finnboga hreppti tvenn gullverðlaun 
María í 19. sæti í stórsvigi
María Finnbogadóttir á HM unglinga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir