Miðfjarðará á toppnum á Norðurlandi vestra

Mynd af vef www.angling.is
Mynd af vef www.angling.is

Birtur hefur verið listi yfir 75 aflahæstu árnar á vef Landsambands veiðifélaga eins og staðan var þann 11. júlí.

Þverá og Kjarrá tróna á toppnum með heildarveiði upp á 1.186 laxa en fjórtán stangir eru í ánum.

Af laxveiðiám á Norðurlandi vestra er það Miðfjarðará sem er á toppnum, með 515 laxa og tíu stangir. Blanda kemur þar á eftir með 417 laxa á fjórtán stangir. Í Laxá á Ásum hafa veiðst 172 laxar en þar eru einungis fjórar stangir. Í Víðidalsá hafa svo veiðst 125 laxar á átta stangir og 123 laxar í Vatnsdalsá á sex stangir.

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir