Mótmæla hækkun raforku umfram vísitölu

Á dögunum sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum bókun á iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013 en sú hækkun er langt umfram hækkun á vísitölu að sögn stjórnarinnar. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni.

„Eitt helsta baráttumál samtakanna hefur verið að jafna húshitunarkostnað íbúa sem búa á köldum svæðum en frá janúar 2013, hefur raforkuverð hækkað um 12,6-22,63%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs einungis hækkað um 8,85%.

Hækkun raforkuverðs frá janúar 2013 til janúar 2017.Stjórn samtakanna telur þessar hækkanir algjörlega úr takti við eðlilegar hækkanir og mótmælir þeim harðlega. Jafnframt skora Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum á ráðherra orkumála að skipa starfshóp sem fari yfir málin og komi með tillögur til ráðherra hvernig hægt sé að ná þeim markmiðum að jafna húshitunarkostnað á landinu óháð orkugjafa.“

Meðal aðildarfélaga á Norðurlandi vestra eru Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnavatnshreppur og Strandabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir