Ný verslun opnar á Blönduósi

Edda og Þorsteinn við opnun verslunarinnar ásamt Brynleifi syni þeirra. Mynd: Húni.is.
Edda og Þorsteinn við opnun verslunarinnar ásamt Brynleifi syni þeirra. Mynd: Húni.is.

Þann 15. apríl sl. opnaði ný verslun á Blönduósi sem þau hjón Edda Brynleifsdóttir og Þorsteinn Hafþórsson reka í húsnæði því er áður hýsti Vínbúðina. Verslunin er að Aðalgötu 8. Í versluninni verður alls konar handverk til sölu ásamt veiðiútbúnaði og veiðileyfum í ýmis vötn á svæðinu. Það er Húni.is sem segir frá.

Edda og Þorsteinn eiga fyrirtækið, Vötnin Angling Service, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við veiðimenn. Meira má lesa um fyrirtækið á Fésbókarsíðu þess. Þar kemur fram að lokað verði fram á sunnudag en hægt er að hafa í síma 862 0474 ef eitthvað vantar. Frá og með mánudeginum 24. apríl verður opið frá 13-17 og frá og með 1. júní verður opið frá 10-21. Alltaf verður lokað á sunnudögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir