Nýr brunabíll á Blönduós

Nýi bíllinn var til sýnis á Húnavöku. Mynd: Húni.is
Nýi bíllinn var til sýnis á Húnavöku. Mynd: Húni.is

Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu hafa fest kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á Húnavökunni um síðustu helgi. Bifreiðin, sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði.

„Stjórn BAH er afar stolt yfir þessum áfanga og má segja að nú hafi verið brotið blað í sögu BAH með þessari glæsilegu slökkvibifreið, " segir í fundargerð Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu frá 18. júlí sl. Þar eru slökkviliðsstjóra færðar þakkir fyrir hans vinnuframlag í tengslum við kaupin á bifreiðinni.

Í fundargerðinni kemur fram að rekstrartekjur ársins 2016 voru kr. 1.228.145,- og rekstrargjöld hljóðuðu upp á 12.802.711 kr. Framlög sveitarfélaganna voru 18 millljónir króna. Hagnaður ársins 2016 var kr. 6.418.175,- og handbært fé í árslok 402.408 kr.

Fram kemur að mun færri útköll voru á árinu 2016 en árinu á undan eða fjögur á móti fimmtán árið á undan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir