Öflugt umferðareftirlit hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sem af er ári hafi mikil áhersla verið lögð á eftirlit með umferð í umdæminu. Frá áramótum hafa rúmlega 1000 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur sem er aukning um 650 mál en alls voru 350 ökumenn kærðir í umdæminu á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum fækkað um 18% í umdæminu sem skýrist að einhverju leyti af aukinni löggæslu í embættinu.

Um síðustu helgi voru rúmlega 100 ökumenn kærðir og mældist sá sem hraðast ók á 169 km/klst á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

"Lögreglan á Norðurlandi vestra mun áfram standa að öflugu eftirliti og eru ökumenn hvattir til að haga akstri í samræmi við aðstæður og sýna tillitsemi í umferðinni," segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir