Oftast strikað yfir Bjarna Jónsson

Þrátt fyrir stórsókn Bjarna Jónssonar, oddvita Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði, var oftast  strikað yfir nafn hans eða 52 sinnum en yfirkjörstjórn hefur yfirfarið kjörseðla þar sem strikað hefur verið yfir nöfn frambjóðenda í Svf. Skagafirði. Yfirstrikanir í heild voru 188 og höfðu ekki áhrif á úrslit kosninga eða röðun á lista.

B-listi Framsóknarflokks, 73 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Stefáns Vagns Stefánssonar eða 50 sinnum.
D-listi Sjálfstæðisflokks, 48 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Gunnsteins Björnssonar eða 37 sinnum.
L-listi Byggðalistans 4 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Jóhönnu Ey Harðardóttur eða 3 sinnum.
V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Óháðra, 63 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Bjarna Jónssonar eða 52 sinnum.

Hér fyrir neðan má sjá allar útstrikanir:

B-listi Framsóknarflokks 73 útstrikanir alls
-           Oftast strikað yfir nafn Stefáns Vagns Stefánssonar, 50 sinnum
-           Ingibjörg Huld 3
-           Laufey Kristín 9
-           Sigríður M 1
-           Eyrún S 1
-           Hólmfríður Sveins 2
-           Björn Ingi 1
-           Sigurður Bjarni 1
-           Guðrún Kristín 1
-           Viggó Jónsson 2
-           Bjarki Tryggvason 2

D-listi Sjálfstæðisflokks 48 útstrikanir alls
-           Oftast strikað yfir nafn Gunnsteins Björnssonar, 37 sinnum
-           Gísli Sigurðsson 3
-           Ari Jóhann 5
-           Jón Grétar 3

L-listi Byggðalistans 4 útstrikanir alls
-           Oftast strikað yfir nafn Jóhönnu Ey Harðardóttur, 3 sinnum
-           Högni Elfar 1

V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Óháðra 63 útstrikanir alls
-           Oftast strikað yfir nafn Bjarna Jónssonar, 52 sinnum
-           Álfhildur Leifsdóttir 1
-           Sigurlaug Vordís 2
-           Sigurjón Þórðarson 5
-           Hildur Þóra 1
-           Auður Björk 1
-           Steinunn Rósa 1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir